Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

29.10.2011 15:49

Stjörnumerkin og ljósaperurnar

Þetta er svo skemmtilegt og á alveg við!!  Sérstaklega þar sem naut og tvíburi eru hér á þessum bæ.. 
  
Stjörnumerkin og ljósaperurnar!!!

*Hvað þarf margar hrúta til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en það þarf margar perur.

*Hvað þarf mörg naut til að skipta um ljósaperu?
Ekkert, nautunum finnst ekkert gaman að breyta neinu.

*Hvað þarf marga tvíbura til að skipta um ljósaperu?
Tvo líklega. Þeir bíða helgarinnar, en það endar á því að ljósaperan er miðja athyglinnar, talar frönsku og skín uppáhaldslit hvers og eins sem kemur inní herbergið.

*Hversu marga krabba þarf til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en hann þarf svo að fara í meðferð til að komast yfir atburðinn.

*Hversu mörg ljón þarf til að skipta um ljósaperu?
Ljón skipta ekki um perur, í mesta lagi heldur hann henni á meðan heimurinn snýst í kringum hann.

*Hversu margar meyjur þarf til að skipta um ljósaperu?
Sjáum nú til: eina til að undirbúa peruna, aðra til að skrifa niður hvenær ljósaperan sprakk og hvenær hún var keypt, aðra
til að ákveða hverjum er um að kenna að peran sprakk, tíu til að þrífa húsið á meðan hinir skipta um peruna.

*Hversu margar vogir þarf til að skipta um ljósaperu?
Í raun veit ég það ekki.. það fer soldið eftir hvenær peran hætti að virka. Kannski nægir einn ef þetta er bara venjuleg
ljósapera, tvo ef hann veit ekki hvar á að kaupa nýja. Og hver væri nú besta peran? Mikið af pælingum og áhyggjum yfir því.

*Hversu marga sporðdreka þarf til að skipta um ljósaperu?

Og hver veit það? Af hverju viljiði vita það? Eruði kannski lögreglumenn?

* Hversu marga bogamenn þarf til að skipta um ljósaperu?
Sólin skín, það er gott veður, allt lífið framundan og þið hafið áhyggjur af einhverri ljósaperu???

*Hversu margar steingeitur þarf til að skipta um ljósaperu?
Enga. Steingeitur skipta ekki um ljósaperur því eftir góðar og athyglisverðar samræður mun ljósaperan skilja að það er
miklu skynsamlegra að hún skipti um sig sjálf.

*Hversu marga vatnsbera þarf til að skipta um ljósaperu?
Það koma helling af vatnsberum í keppni um hver þeirra er sá eini sem getur gefið heiminum ljós aftur.

*Hversu marga fiska þarf til að skipta um ljósaperu?
Af hverju?!  Fór ljósið?
Flettingar í dag: 1410
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250818
Samtals gestir: 28639
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar