Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
22.09.2011 12:50Góð ráð einkaþjálfaraViltu
grennast án þess að fara í ræktina eða velta þér um of upp úr mataræðinu? Þá er einkaþjálfarinn James Duigan með svarið
fyrir þig. Duigan er með þeim frægari í bransanum en meðal viðskiptavina hans
eru ofurkroppurinn Elle Mcpherson og Rosie Huntington-Whiteley. Samkvæmt nýlegri rannsókn er
þetta ekki endilega spurning um hvað þú borðar heldur hvernig. Hér fyrir neðan
er listi sem tekinn var saman af téðum James Duigan og næringarfræðingunum
Marlyn Glenville og Kim Pearson fyrir dagblaðið Daily Mail. Einbeittu þér að
því að tyggja Rannsóknir sýna að því
lengur sem þú tyggur, því færri hitaeiningar borðar þú. Það tekur heilann
tuttugu mínútur að fá skilaboðin um að maginn sé fullur. Á þessum mínútum eru
því óþarfa hitaeiningar borðaðar. Borðaðu innan klukkustundar
frá því að þú vaknar Sérfræðingar eru sammála um
að morgunverðurinn sé mikilvægasta máltíð dagsins og að fólk sem borðar
morgunverð sé yfirlétt grennra, léttara og sæki síður í óhollustu milli mála. Einbeittu þér að
matnum Rannsóknir sýna að ef þú ert
upptekinn við allt annað en að borða þá fær heilinn misvísandi skilaboð um það
magn sem hann hefur innbyrt. Einbeittu þér því að matnum og borðaðu hægt. Ekki ofelda
matinn Gættu þess vel að ofelda
ekki matinn þar sem dýrmæt næringarefni geta skemmst. Borðaðu fyrst
ávöxt Ávextir innihalda einfaldar
sykrur sem meltast hratt. Sérfræðingar vilja meina að ef ávaxta er neytt
í lok máltíðar hægi það á meltingunni og sykrurnar staldri lengur við í
meltingarkerfinu en þurfa þykir, sem er ekki gott. Muna því að borða áður en
flóknari fæðu er neytt. Ekki borða eftir
klukkan átta á kvöldin Ef að búið er að neyta
góðrar fæðu með reglulegu millibili yfir daginn þarf ekki að borða eftir átta á
kvöldin. Slíkt er óþarfi og fitandi. Borðaðu minna
þegar þú ert undir álagi Þegar álagi er mikið fer
orkan í allt annað en að melta mat. Því á að draga úr áti þegar stressið er
mikið þar sem þú ert líklegri til að fitna við þær aðstæður. Skerðu matinn í
bita Nýleg könnun leiddi í ljós
að fólk sem sker matinn í bita borðar að meðaltali 20% færri hitaeiningar en
þeir sem borða sama mat óskorinn. Er skurðurinn talinn valda því að viðkomandi
er meðvitaðri um hvað hann er að borða, hversu mikið er verið að borða og
meltingin fær meiri tíma til að vinna næringuna úr fæðunni. Borðaðu oft og
lítið í senn Annars gæti líkaminn haldið
að hann væri að svelta og neitað að brenna dýrmætar hitaeiningar. Án gríns.
Flestir sérfræðingar eru sammála um gildi þess að borða oft og lítið í senn. Heimild: Daily
Mail Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 1335 Gestir í dag: 106 Flettingar í gær: 166 Gestir í gær: 34 Samtals flettingar: 238564 Samtals gestir: 26908 Tölur uppfærðar: 23.11.2024 09:19:47 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is