Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

06.07.2011 00:00

Sumarið komið

Þá er sumarið loksins komið í ár. Vorið var mjög kalt og ég gat ekki verið úti eins og ég hafði vonast til. En föstudaginn 1. júlí hlýnaði og 2. júlí fór hitinn í 20°C og í gær og í dag var æðislegt veður til að vinna í garðinum. Sólin er mjög heit núna og ég var eiginlega fegin að hún skein ekki nema af og til því annars hefði verið of heitt til að erfiða úti. En alveg dásamlegt að fá hlýa daga og gott að geta notið þeirra úti. 
Ég tók nokkrar myndir í garðinum af gróðrinum sem rýkur upp núna eftir að hafa verið ansi lúpulegur í kuldanum í vor. Og svo er kvöldsólin æðisleg þessa dagana. 

Flettingar í dag: 1410
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250818
Samtals gestir: 28639
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar