Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
19.04.2011 13:57RÉTT uppeldi...Íslenskir foreldrar mættu taka þetta til athugunar... Ég bý að þeirri reynslu að hafa fengið að vera af og til hjá móður afa og ömmu í nokkra daga og ég var heimagangur hjá afa og ömmu í föðurætt því þau bjuggu rétt hjá okkur. Þessi tími stendur alltaf upp úr í æskuminningum mínum og mér fannst það ómetanleg forréttindi að hafa fengið þennan tíma með þeim. Öll börn verða leið á foreldrum sínum af og til og þá er gott að geta farið í annað umhverfi um tíma. Fullkomnir foreldrar eru ekki til. Það koma alltaf upp þær aðstæður þar sem við ráðum ekki við atburðarásina.. Nú eða ýmis konar veikindi og vanlíðan valda því að við erum ekki í standi til að vera til staðar fyrir börnin okkar eins og vildum þó vera.. Eftir því sem ég verð eldri þá kynnist ég því betur og betur af hverju eldra fólk segir ekki mikið þegar ungt fólk gagnrýnir þau.. það er nákvæmlega af þeirri sömu ástæðu og við segjum við börnin, þegar þau eru að spyrja um hluti sem við vitum að þau geta ekki skilið fyrr en þau eru orðin eldri, að þau skilji það þegar þau verði stór.. Ungir foreldrar skilja ekki hvað það var oft erfitt hjá þeim eldri af ýmis konar ástæðum bæði veraldlegum og tilfinningalegum.. Og eldra fólk veit að þau ungu skilja ekki neitt fyrr en þau lenda kannski sjálf í svipuðum hremmingum og þurfa að vinna sig út úr því.. Greinin úr Berlingske Tidende eftir Blaakilde: Sjá ekki barnabörnin nema... Meira lagt upp úr uppeldisfræðum en reynslu eldri kynslóðanna. Miklar kröfur eru gerðar til afa og ömmu. Samvera... Tíminn með barnabörnunum er mörgum mikilvægur. Það hefur löngum þótt tilheyra forréttindum afa og ömmu að mega dekra við barnabörnin og láta foreldrunum eftir að sjá um uppeldið. Sú stefna virðist þó vera á undanhaldi hjá dönskum foreldrum sem meina jafnvel foreldrum sínum að umgangast barnabörn sín virði þeir ekki uppeldisreglurnar. Þetta er mat fjölskyldusérfræðinganna Anne Leonora Blaakilde og Per Schultz
Jørgensen. »Það er orðið erfitt að ala
rétt upp, líkt og svo mikil áhersla er á í dag. Það er þó orðið enn erfiðara fyrir afa og ömmu,« hefur dagblaðið
Berlingske Tidende eftir Blaakilde. Minna á þjónustuhjálp... Foreldrar í dag reiði sig um margt á aðstoð afa og ömmu, t.d. varðandi barnagæslu en þeir séu um leið mun heimtufrekari á að börnin fái þar »rétt« uppeldi. Hún segir leshringi og fróðleikshópa beina nú athygli sinni í síauknum mæli að listinni að ala upp börn, en minna sé gert af því að leita góðra ráða hjá eldri kynslóðinni. Afi og amma »eru farin að minna á þjónustuhjálp«, segir Blaakilde og kveður æ algengara að litið sé niður á þau vegna á vanþekkingar á nýjustu uppeldisaðferðum.
Og það er nákvæmlega þetta sem margir afar og ömmur finna... foreldrarnir líta niður á þau og finnst þau ekki hafa verið fær um að ala upp börn.. í stað þess að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki sem hefur reynt ýmislegt misjafnt og leyfa þeim og börnunum að njóta samverunnar á þeirra hátt... Og eldra fólkið hugsar: Bíðið bara ungu foreldrar.. Ykkar börn eiga eftir að dæma ykkur svona líka... S.J.Þ. Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 1410 Gestir í dag: 174 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 250818 Samtals gestir: 28639 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is