Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
12.04.2011 19:35BrandariHjónin ákváðu að fara í sólarlandaferð. Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í póstfanginu og lenti pósturinn því óvart hjá nýorðinni ekkju er fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn. Blessuð konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta eftir samúðarkveðjum er við henni blasti bréfið. Þegar sonur ekkjunnar kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og stóð eftirfarandi ritað yfir skjáinn:"Til: Konunnar sem varð eftir. Frá: Manninum sem fór á undan. Efni: Er kominn á áfangastað. Elskan, er kominn á staðinn heill á húfi. Er einnig búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðjur, þinn ástkæri eiginmaður. P.S. Fjandi er heitt hérna niðurfrá"... Skrifað af SigrJo Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 158 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 250379 Samtals gestir: 28623 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is