Þá er búið að þrífa hjólhýsið eftir ferðir sumarsins og fer það væntanlega í vetrarhýðið á morgun.
Það verður nú að teljast til tíðinda að vera úti á stuttermabol við svoleiðis þrif
28. september, en hitinn hefur verið +10 til +16 °C síðustu daga og stendur mælirinn
í 12 °C núna kl. 20:30. Ég frétti að hitinn á Öxnadalsheiði mælist +13 °C kl. 21:00.
Þennan dag árið 1903 fæddist Marinó Steinn afi og 1979 fæddist barnabarn hans..
En nei... hún heitir ekki Marín Steina, heldur Fjóla Ósk.