Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

14.09.2010 12:24

Þunglyndi

Ég ætla að leyfa mér að setja inn link að síðu sem ung kona, sem ég kannaðist við (en þó kynntist ég meira foreldrum hennar árin áður en þau skildu), skrifar um lífsreynslu sína.

http://nurseimba.posterous.com/ 

Ég hef sjálf kynnst þunglyndi og barðist við það í nokkur ár og ég veit að ég ætla ekki þangað aftur. Það er alltaf vinna í sjálfum sér og á meðan verðum við sjálfselsk og dofin og hrindum tilfinningum frá okkur því það er ákaflega erfitt að eiga við allar tilfinningar þegar við erum þunglynd.
En ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem ég hef í dag og lífið sem ég lifi núna en enn er ég mjög viðkvæm fyrir öllu áreyti og forðast það eins og ég get svo að ég reyni að hafa lífið sem ánægjulegast og hrindi frá mér öllu óþægilegu eins og ég get.
Auðvitað getum við ekki forðast allar óþægilegar uppákomur og ég er líka misjafnlega upplögð og þá þarf bara að reyna að taka á því á hverjum tíma og enn nota ég þá aðferð að draga mig í hlé ef mér finnst umhverfið ógnandi. 

Eitt stendur þó alltaf uppúr; ég forðast fólk sem reiðist auðveldlega og er oft reitt og veit jafnvel ekki af hverju það er reitt en hefur sig ekki í að vinna í sínum málum.
Eða jafnvel veit ekki að það sé svona reitt inni í sér.

Ég lærði það á sjálfstyrkingarnámskeiði að við reiðumst oftast þegar við getum ekki stjórnað.
Hvort sem það eru aðstæður sem við ráðum ekki yfir eða einhver er ekki nógu meðfærilegur að okkar mati, þá verðum við reið af því að við ráðum ekki og getum ekki stjórnað. 
Eða jafnvel þegar við erum svo þröngsýn að við viljum ekki heyra annarra skoðanir og teljum okkar álit vera best. 
 
Til er gott spakmæli sem segir: Sannleikanum er hver sárreiðastur.


Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar