Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

06.09.2010 00:14

Enn 20° C í sept. 2010

Fimmta daginn í röð mælist yfir 20 stiga hiti á Norðurlandi, í þeirri óvenjulegu hitabylgju sem umlykur landið þessa dagana, á þeim árstíma sem venjulega telst til haustsbyrjunar. Mestur hefur hitinn í dag farið í 22,3 gráður í Ásbyrgi en nærri 22 stiga hiti hefur einnig mælst í Eyjafirði og Skagafirði í dag, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofunnar.

Þar með hafa allir fyrstu fimm dagar þessa septembermánaðar sýnt yfir 20 stiga hita á einhverri veðurstöð norðanlands, og einstaka stöðvar, eins og Torfur í Eyjafirði, hafa slegið í 20 stigin alla dagana. Mest voru hlýindin í gær þegar 25 stiga hiti mældist á Möðruvöllum í Hörgárdal. 

Samkvæmt langtímaspá verður áfram hlýtt á landinu næstu daga, allt fram á miðvikudag.

Flettingar í dag: 624
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 172
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 346353
Samtals gestir: 33201
Tölur uppfærðar: 10.5.2025 09:38:35

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar