Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
05.06.2010 01:21Myndlist og handverkssýningarNú er komið að sýningum á föndri vetrarins hjá okkur hjónum. Nemendasýning verður í Myndlistarskóla Arnars Inga í Klettagerði 6 á Akureyri 5. og 6. júní 2010 kl. 14 til 18 báða dagana og eru allir velkomnir að skoða mjög fjölbreyttar myndir eftir nokkra nemendur. Fyrri sýningin var um síðustu helgi og þar voru sýnd 28 falleg verk og þessi síðari verður ekki síðri en ég á þar 3 málverk, ekki kannski þau bestu en bara nokkuð ánægð með árangurinn sem vonandi á nú eftir að batna meira á komandi árum. Handverkssýning verður einnig þessa helgi þar sem félag aldraðra í Eyjafirði verður með sýningu á ýmsum munum og handverki í Félagsborg í Hrafnagilsskóla og þar verður kaffihlaðborð þar sem hægt verður að láta ofan í sig ýmis konar góðgæti fyrir hæfilegan pening. Hér hefst hinn margrómaði pönnukökubakstur Vigfúsar í fyrramálið þar sem hann snarar í c.a. 100 pönnkökur á hlaðborðið og hann á líka fallega muni á sýningunni, bæði unnið í gleri og útskurð í tré. Vonandi fáum við gott sumar því framundan eru hjá okkur hver ferðahelgin á fætur annarri svo sem; ættarmót, húsbílaferðir og vorferð kvenfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 618 Gestir í dag: 185 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 235814 Samtals gestir: 26663 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:40:38 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is