Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

20.02.2010 00:48

Flottir farþegar

Maðurinn sem sér um að fjarlægja dýr sem eru á vitlausum stöðum fékk upphringingu og hann beðinn að fjarlægja kind sem var á golfvelli.

Hann var úti í bæ á einkabílnum sínum og nennti ekki að fara heim og skipta um farartæki svo hann hugsaði með sér að hann gæti bara sett kindina aftur í.

 Þegar þangað var komið, kom í ljós að kindin var með tvö lömb, svo hann fékk stráka sem voru þarna til að fanga lömbin en setti kindina í framsætið og öryggisbeltið á hana.

Strákarnir settu svo lömbin í aftursætið og öryggisbelti á þau.
Á leiðinni inn í Víðidal mundi hann eftir að hann var orðinn sígarettulaus, svo að hann kom við í lúgusjoppu og bað um einn Winston.

Afgreiðslustelpunni varð dálítið starsýnt á farþegana, fer svo inn og kemur nokkrum mínútum seinna með sígaretturnar og spyr hvort það sé eitthvað fleira. Hann snýr sér þá að kindinni í framsætinu og spyr: "Villt þú eitthvað?" Þá byrja lömbin í aftursætinu að jarma og maðurinn segir:  "Þegiði, ég er að tala við mömmu ykkar"!


Flettingar í dag: 1410
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250818
Samtals gestir: 28639
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar