Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
27.12.2009 13:43Jól og snjór 2009Kæru vinir, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir allt það góða á liðnum árum. Jólin hafa verið notaleg hjá okkur hjónum og fengum við heimsóknir bæði á jóladag og í gær 26. des. Villi og fjölskylda komu á jóladag og borðuðu með okkur Húsavíkurhangikjötið og um kvöldið komu Valgeir og Ragga að líta á gömlu hjónin. Jónberg og fjölskylda komu svo í gær þrátt fyrir allan snjóinn sem hefur kyngt niður síðustu daga. Einar og Linda fóru til Seyðisfjarðar fyrir jól og þau koma ekki til baka fyrr en á nýju ári. Við höfum hins vegar ekki farið neitt nema hér út fyrir hús, Fúsi til að moka snjó og berja niður snjóhengjur af þakinu svo enginn verði nú undir þeim, og ég til að mynda snjóinn. Ég hlít nú að hafa brennt einhverju á að vaða snjóinn allt upp í mitti til að komast hringinn í kringum húsið og suður á lóðina með myndavélina Myndirnar koma bráðlega inn á myndasíðuna. 30. des verður faðir minn (Steini Mar) 75 ára og til stendur að fjölskyldan sameinist um að baka og gefa honum smá veislu þann dag. Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 1410 Gestir í dag: 174 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 250818 Samtals gestir: 28639 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is