Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

09.11.2009 23:24

Herbergisfélaginn og mamma

Ekki reyna að plata mömmu !!?!?

Frú Bacciagalupe var boðin í kvöldverð til Tony sonar síns og herbergisfélaga hans Maríu. Á meðan á máltíðinni stóð tók mamma eftir því hve falleg María var. Eftir því sem leið á kvöldið varð mamma sannfærðari og sannfærðari um að eitthvað væri meira á milli Tony og Maríu en bara vinskapur.

Tony áttaði sig á hugsunargangi móður sinnar og sagði; "Mamma, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa, en það er ekkert á milli okkar Maríu, við erum bara herbergisfélagar."

Viku síðar og eftir mikla leit sagði María við Tony: "Ég hef verið að leita að sykurkarinu í marga daga en ég hef ekki séð það síðan mamma þín var hjá okkur. Heldurðu nokkuð að hún hafi tekið það?".

"Ég efa það, en ég skal senda henni tölvupóst og spyrja", sagði Tony.
"Elsku mamma, ég er ekki að segja að þú hafir tekið sykurkarið þegar þú varst í heimsókn og ég er ekki að segja að þú hafir ekki tekið það. En staðreyndin er sú að við höfum ekki fundið sykurkarið síðan þú varst hjá okkur í mat."

Kveðja, Tony


Nokkrum dögum síðar barst Tony svar frá mömmu.
"Elsku sonur, ég er ekki að segja að þú sért að sofa hjá Maríu og ég er heldur ekki að segja að þú sofir ekki hjá Maríu. En staðreyndin er sú að ef María svæfi í sínu eigin rúmi, hefði hún fundið sykurkarið."

Kveðja, mamma.

Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar