Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
05.11.2009 17:52Aspartam ekki hættulegt.Segir Ólafur Gunnar Sæmundsson í grein eftir Baldur Guðmundsson í Dv. Svokallaðir diet drykkir eða sykurlausir drykkir hafa fyrir löngu rutt sér til rúms á Íslandi. Ólafur segir að með tilvist þeirra hafi þeir, sem þurfi að passa upp á fjölda hitaeininga en vilju fá eitthvað annað bragð en af vatninu og mjólkinni val. "Þeir geta þá leitað í diet drykki þar sem hitaeiningarnar eru nánast engar," segir hann. Ólafur segir furðulegt að fylgjast með umræðunni um diet drykkina. Sérstaklega gervisætuefninu aspartam, sem sé það aukaefni í matvælum, sem mest hafi verið rannsakað af þeim öllum. "Ef það væri einhver hætta á því að efnið myndi leiða til krabbameins í heila eða jafnvel blindu hlyti það að sjást í mælingum á tíðni slíkra sjúkdóma. Það er ekki svo. Eftirlitsstofnanir hafi í meira en 20 ár sýnt fram á að þessi efni séu skaðlaus. "Það er hægt að vitna í eina og eina músarannsókn sem sýnir fram á skaðsemi í músum. Alltaf þegar þetta hefur verið rannsakað af óhlutdrægum aðilum hefur komið í ljós að þessar rannsóknir standa ekki á föstum grunni," segir hann. Hann segir enn fremur að meginvandi Íslendinga sé samviskubitið: "Við erum alltaf að drepast úr samviskubiti og höldum alltaf að við séum að borða eitthvað rosalega óhollt." Sem sagt: Það er ekki Aspartam sem veldur skjálfta, hjartsláttartruflunum og magaverkjum, heldur er það koffínið eins og þeir þekkja sem drekka mikið kaffi og te. Ólafur Gunnar er sko minn maður þar sem ég er ein af þessum sem er að drepast úr samviskubiti yfir að drekka töluvert af Coke Light. Ég drekk ekki kaffi eða te (nema koffínlaust ávaxtate) og ég þarf sökum ofnæmis að neita mér um margt í mat og mér finnst ekki nóg að drekka bara vatn þó að það sé yfirleitt gott vatnið hér á Íslandi. Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 158 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 250379 Samtals gestir: 28623 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is