Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

20.08.2009 01:16

Á suðurlandinu ágúst 09

Er í sumarfríi þessa viku og lögðum við af stað til Reykjavíkur seinnipart sunnudagsins 16. ágúst.
Mánudagsmorguninn fór í skoðun hjá Jóhannesi Kára augnlækni og gekk það vel.
Sjónin hefur breyst hjá mér eins og ég vissi nú sjálf og ný gleraugu komin í pöntun hjá
PROFIL OPTIK (að sjálfsögðu) á Laugarvegi 24.

Hjólhýsinu var plantað á planinu hjá Jóni og Gunnu í nágrenni við Glæsibæ þar sem augnlæknastofan er til húsa og sváfum við þar í 2 nætur og fluttum okkur svo í Laugardalinn á tjaldstæðið þar. 
Eftir að hafa farið í heita pottinn og skolað af okkur ferðarykið þá tókum við okkur upp og héldum áleiðis til Njarðvíkur þar sem við gistum núna hjá Ingu systir.
Við vorum drjúgan tíma á leiðinni, því við komum við í IKEA og gáfum okkur góðan tíma til að skoða okkur um þar. 

Veðrið hefur leikið við okkur og þetta hafa bara verið notalegir dagar hjá okkur.
Spurning hvað við gerum á morgun því veðurspáin er ekki góð til aksturs með hjólhýsi.


 

Flettingar í dag: 844
Gestir í dag: 219
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 236040
Samtals gestir: 26697
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:01:47

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar