Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
21.07.2009 00:52ForsetaembættðÞessi yfirlýsing frá Bergþóri Pálssyni er á Facebook og mér finnst hann komast vel að orði. Kæru vinir! Það er mér mikill heiður að einhverjum skuli hafa dottið í hug að orða mig við mesta virðingarembætti þjóðarinnar, hvað þá að mörg hundruð manns hafi skrifað sig í hvatningarhópinn "Bergþór á Bessastaði" nú að morgni 23. mars. Fyrir það traust þakka ég heilshugar. Satt að segja veit ég ekki hvaðan á mig stendur veðrið, því að forsetaframboð er alls ekki á dagskrá hjá mér, enda var hópurinn settur á laggirnar af velunnurum mínum án þess að ég hefði þar hönd í bagga. Fyrst embættið ber á góma, langar mig að segja frá því að í fyrra tók ég þátt í flutningi á bráðskemmtilegu tónverki eftir Karólínu Eiríksdóttur, en texti verksins var stjórnarskráin. Þá hugsaði ég allmikið um eðli forsetaembættisins, þó alls ekki með framboð í huga! Það vakti athygli mína hve gríðarlegu rými er eytt í forsetaembættið í stjórnarskránni. Samt virðast alltaf vera að koma upp álitamál um það hvað forsetanum beri að gera og hvað ekki. Hlutverk forsetans verður að vera skýrt í stjórnsýslunni og því verður að taka af öll tvímæli um þau efni áður en gengið verður til kosninga eftir þrjú ár. Að því slepptu á forsetaembættið að vera ódýrt og einfalt í sniðum að mínu viti. Við eigum hvorki að sýnast vera kóngar né stórveldi á veraldlega vísu fyrir umheiminum. Við erum það ekki og ættum miklu fremur að vera stolt af því að vera þau sem við erum; lítil þjóð, harðger, dugleg, með ríka réttlætiskennd og samstöðu sem líkist stórri samheldinni fjölskyldu þegar eitthvað bjátar á. Og margt fleira. Forsetinn á því að leitast við að halda tildri í lágmarki. Hins vegar ætti þjóðin að hafa þá tilfinningu að Bessastaðir séu hlýlegt og látlaust heimili hennar, ekki bara forsetans. Ennfremur þarf forsetinn að hvetja til dáða af eldmóði og uppbyggilegri bjartsýni, sem þó byggist á skynsemi og góðri dómgreind. Glaðlynd og upplitsdjörf þjóð með heilbrigða, jákvæða sjálfsmynd vinnur betur saman í blíðu sem stríðu. Vonandi hljómar þetta ekki eins og framboðsræða. Það er ekkert kosninga-"eggjahljóð" í mér! Aftur á móti þykir mér innilega vænt um þann hlýhug og vináttu sem þið hafið sýnt mér. Með bestu kveðju, Bergþór Pálsson Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 465 Gestir í dag: 163 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 235661 Samtals gestir: 26641 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:19:34 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is