Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

14.07.2009 23:14

Ferðalag okkar í júlí 09

Við lögðum af stað laugardaginn 5. júlí í Stóruferð Flakkara og ókum í Ketilás í Fljótum þar sem við hittum hina húsbílafélagana í ferðinni og auðvitað var dansað í Ketilási um kvöldið.

Á sunnudaginn fórum við með pabba og Huldu til Siglufjarðar og heimsóttum Kjartan og Brynju sem tóku vel á móti okkur þó að við birtumst óvænt á tröppunum hjá þeim.

Síðan var ekið til Sauðárkróks og gist þar í 2 nætur. Veðrið var æðislegt og heitu nuddpottarnir meiriháttar góðir svo við fórum í pott báða morgnana.

Næst var það Skagaströnd og ekki var veðrið síðra þar.
Sól og blíða og einhverjir ætluðu að gista aðra nótt þar, því þeir tímdu ekki að fara þaðan strax.

Við héldum áfram og næsta nótt var á Laugabakka í Miðfirði og þar var spilað bingó og svo dansað á eftir.
Við dvöldum þar fram eftir fimmtudeginum í sólinni en sögðum svo skilið við Flakkara og héldum áleiðis suður á bóginn og ókum yfir Mosfellsheiði, meðfram Þingvallavatni og enduðum á tjaldstæði við  fossinn Faxa í Tungunum.

Á föstudaginn fórum við svo á ættarmót niðja Önnu Halldórsdóttur og Páls Guðmundssonar sem haldið var um helgina í Goðalandi í Fljótshlíð á Suðurlandi.

Eftir ágæta helgi með svalandi golu en sól að mestu þá ókum við lengra suður á bóginn og skoðuðum okkur um á Stokkseyri og Eyrarbakka og enduðum í Þorlákshöfn á nýju tjaldstæði við flotta sundlaug og íþróttaaðstöðu.
Þar borðuðum við mjög góða pizzu um kvöldið og sváfum vel þar eins og yfirleitt í hjólhýsinu okkar sem í þessari ferð er dregið af húsbílnum sem er kominn neð kúlutengi og þannig stækkum við bílinn um meira en helming.

Við vorum síðustu nótt á planinu hjá Ingu og Inga í Innri-Njarðvík og nú erum við lögð af stað áleiðis norður aftur og dveljum nú (þriðjudagskvöldið 14. júlí) við Svignaskarð í Borgarfirði og reiknum með að koma heim í Eyjafjörðinn á morgun.

Myndir frá þessari för verða settar inn á síðuna við fyrsta tækifæri eftir að ég kem heim.
Flettingar í dag: 1410
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250818
Samtals gestir: 28639
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar