09.05.2009 03:03
Leiðinda veður í gær og hvítnaði hér allt í kring.
Í dag er bjart og fallegt veður og töluverður snjór yfir öllu og blómin sem voru farin að blómstra eru komin undir nokkurra sentimetra snjólag.
Set inn myndir sem ég tók fyrir snjó, í hríðinni í gær og svo í blíðunni í dag.
Telma Brimdís bauð okkur að koma á útskriftarsýninguna sína í Myndlistarskólanum og við fórum í dag og skoðuðum sýninguna.
Mjög flottar myndirnar hennar.