Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

22.03.2009 20:39

Grái fiðringurinn!

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:

Heyrðu elskan - fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, sváfum á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.

Núna á ég 50 miljóna hús, 8 miljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og 50 tommu flatskjá - en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu.

Ég verð að játa að ég á skynsama konu.  Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
Ekki vandamálið..."Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu!! 
Ég sé um að þú fáir hitt aftur;  ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp."

"Og eftir þessi 30 ár veistu að ég meina það sem ég segi!!!"

Er konan mín ekki frábær - grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!


Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar