Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
06.03.2009 00:36Hvað gerum við við reiði?Réttlæti. Eitt sinn kom ungur maður að máli við Abraham Lincoln forseta BNA. Skrifaðu manninum skammarbréf svaraði Lincoln að bragði og dragðu nú ekkert
undan sem þú vilt segja. Láttu fúlmennið fá ærlega fyrir ferðina eins og hann á
réttilega skilið! Ungi maðurinn var að vonum ánægður og vildi senda manninum bréfið undireins og kvaðst fara með það strax á pósthúsið. Bíddu aðeins hægur ungi maður kvað Lincoln alvarlegur í bragði. Bréfinu skaltu henda á eldinn sem hér logar glatt í arninum. Hversvegna spurði ungi maðurinn forviða. Það er vegna þess að nú ert þú búinn að fá útrás fyrir reiði þína í bréfinu
og ert maður meiri að láta hér við staðið og brenna reiðihugsunum þínum sem
skaða engan meir en þig sjálfan komi þær fyrir nokkurs manns sjónir annarra en
okkar. Ef fleiri færu að þessu fordæmi og hugsuðu sig um áður en skrifað er í
uppnámi og reiði og sett fyrir almannasjónir á netinu væri umræðan málefnalegri
og vandaðri. Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 158 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 250379 Samtals gestir: 28623 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is