Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

06.03.2009 00:36

Hvað gerum við við reiði?

Réttlæti.

Eitt sinn kom ungur maður að máli við Abraham Lincoln forseta BNA.
Ungi maðurinn var sárgramur út í mann sem hafði gert honum ljótan grikk og svikið af honum fé.
Hann spurði Lincoln ráða hvað hann ætti til bragðs að taka.

Skrifaðu manninum skammarbréf svaraði Lincoln að bragði og dragðu nú ekkert undan sem þú vilt segja. Láttu fúlmennið fá ærlega fyrir ferðina eins og hann á réttilega skilið!
Hann fékk unga manninum vandaða pappírsörk og setti hann við borð þar sem var penni og blek.
Ungi maðurinn settist niður og tók til við skriftir. Eftir góða stund stóð hann upp og afhenti Lincoln örkina þéttskrifaða. Lincoln las bréfið svipbrigða laust og hrósaði unga manninum fyrir kjarnyrtar skammirnar sem hann lét dynja á misgjörðamanni sínum.

Ungi maðurinn var að vonum ánægður og vildi senda manninum bréfið undireins og kvaðst fara með það strax á pósthúsið.

Bíddu aðeins hægur ungi maður kvað Lincoln alvarlegur í bragði.

Bréfinu skaltu henda á eldinn sem hér logar glatt í arninum.

Hversvegna spurði ungi maðurinn forviða.

Það er vegna þess að nú ert þú búinn að fá útrás fyrir reiði þína í bréfinu og ert maður meiri að láta hér við staðið og brenna reiðihugsunum þínum sem skaða engan meir en þig sjálfan komi þær fyrir nokkurs manns sjónir annarra en okkar.
Þú ert maður meiri að trúa eldinum fyrir leyndarmáli okkar.

Ef fleiri færu að þessu fordæmi og hugsuðu sig um áður en skrifað er í uppnámi og reiði og sett fyrir almannasjónir á netinu væri umræðan málefnalegri og vandaðri.


Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar