Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

04.02.2009 23:56

Davíð lagður í einelti?

"Yfirlýsingar Jóhönnu [Sigurðardóttur forsætisráðherra, innsk. blm.] um störf bankastjórnarinnar eru pólitískar og þær jaðra, eins og sumir segja, við að vera einelti," segir Halldór Blöndal, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. (Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is)

Sigurveig Eysteinsdóttir bloggar:

¨"Ef einhver er að leggja Davíð í einelti, þá er það ekki bara Jóhanna, heldur öll (næstum) þjóðin.

Það er þetta með gullfiskamynnið hjá Sjálfstæðismönnum, það var gerð skoðanakönnun hjá þjóðinni og það voru um 90 % þjóðarinnar sem vildi hann burt úr Seðlabankanum.

Af hverju fór hann ekki þá ???

Það er bara svo skrítið með Sjálfstæðismenn, þeir halda að það sé verið að ráðast á þá persónulega, og tala stanslaust um það hvað Davíð sé góður og skemmtilegur maður, þetta hefur bara ekkert með það að gera hver hann er sem persóna, þetta hefur allt með verk hans, hroka og traust að gera.

Sjálfstæðismenn virðast halda að ef þú ert nógu skemmtilegur og mikill brandarakarl þá leyfist þér allt, ég skil ekki þessa hugsun, enda virðist hún vera sér einkenni Sjálfstæðismanna.

Annars eru Sjálfstæðismenn alltaf jafn skemmtilegir, reita af sér brandarana hér á blogginu, þeir verða bara að munna að það er ekkert fyndið að japlast á sama brandaranum í tíma og ótíma. það eru allir búnir að fá leið á þessum kommúnistastjórnar brandara ykkar. Hvernig væri að gera grín að sjálfum sér, það virkar yfirleit vel á alla."

Mikið er ég sammála henni.
Ég skil heldur ekki þessa hugsun Sjálfstæðismanna.




Flettingar í dag: 465
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 109
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 235661
Samtals gestir: 26641
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:19:34

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar