28.01.2009 20:01
Stofnaði hóp á Facebook fyrir nemendur sem voru í Héraðsskólanum Laugum í Reykjadal á sama tíma og ég eða veturna 1971-1972 og 1972-1973.
Verður gaman að sjá hverjir dúkka þar upp t.d. náði ég strax sambandi við skólasystur sem ég hef ekki séð eða heyrt í í 35 ár eða frá því að við útskrifuðumst, um leið og ég skráði mig á Facebook.
Þetta er ágæt leið til að frétta aðeins af öðrum því að nú til dags hittist fólk lítið til að spjalla og fá fréttir. Ég var nú svo sem aldrei dugleg við það þó að mér fynnist það skemmtilegt.
Aldrei að vita nema fleiri hafi áhuga á tölvu og droppa inn á svona samskipti þó svo að við teljumst núna miðaldra (á seinna unglingaskeiðinu).