Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

16.11.2008 21:07

Árshátíð SM starfsmanna

Þá er Árshátíð SM starfsmanna lokið.

Starfsmenn byrjuðu daginn á að fara á Þelamörk og spila bandí í íþróttasalnum. Til allrar lukku stórslasaðist enginn og síðan fóru þeir í keilu á Kaffi Jónsson.

Okkur mökum þeirra (sem flestir eru konur) buðu þeir upp á dekur í Hár og heilsu.

Ég byrjaði á að fara með bilaða sjónvarpið í Nortek til Valgeirs og tók myndir af sólinni og Súlum á meðan ég beið eftir að hann kæmi frá Glerartorgi þar sem hann var að laga einhverjar vitlausar tengingar í þjófavarnarkerfinu.

Síðan fór ég í slökunarnuddið sem ég valdi og Inga frænka fékk það hlutverk að nudda mig og gerði það vel.

Ég hafði að sjálfsögðu myndavélina með og smellti mynd af þeim konum sem ég náði í förðun og hárgreiðslu og má sjá afraksturinn af þeim fegrunaraðgerðum á myndum sem teknar eru á árshátíðinni um kvöldið.





Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar