19.10.2008 21:45
Haustfundur hjá Öldunni-Voröld 2008 var haldinn laugardaginn 18. okt.
Þar sem ekkert varð úr vorferð þetta árið þá var ákveðið að gera okkur eitthvað til skemmtunar í leiðinni og fórum við í Safnasafnið á Svalbarðsströnd og síðan héldum við í Sveinbjarnargerði og héldum fund og fengum okkur svo að borða.
Maturinn bragðaðist alveg sérstaklega vel og álít ég að allar hafi farið saddar og ánægðar heim að því loknu.
Þar voru líka starfsmenn á Heilsugæslustöðinni á Dalvík, ásamt læknisfrúnni, að borða og skemmta sér í skemmtilegum Týrólabúningum og smellti ég mynd af þeim líka.