Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

15.10.2008 23:15

Hlutabréf og Thule bjór

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf í Nortel fyrir einu ári, væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 kr.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron, væri sú eign í dag u.þ.b. 1.650 kr.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 kr. væri minna en 500 kall eftir.

Hefði peningurin hins vegar verið notaður til að kaupa Thule bjór fyrir ári, þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 kr. upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað, virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna !!!

Þetta barst í tölvupósti og þar sem ég hef ekki verið fylgjandi hlutabréfakaupum (ég nota peningana sem ég afla og fer létt með að eyða þeim) þá fannst mér tilvalið að setja þetta á síðuna.


Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 158
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250379
Samtals gestir: 28623
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar