Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
20.09.2008 14:22Mamma fer að sofa.Mamma og pabbi sátu
við sjónvarpið. Mamma segir:
Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara uppí rúm. Hún fór inn í eldhús
og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir
næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á
sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna. Svo setti hún nokkur
föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað, straujaði eina skyrtu og festi
eina tölu. Hún tók saman
dagblöðin sem lágu á gólfinu. Hún safnaði saman
nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti símaskrána niðu í skúffu, svo
vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdi eitt handlæði upp svo það
myndi þorna. Hún stoppaði við
skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peninga á borðið fyrir börnin
og tók upp eina bók sem lá undir stól. Hún skrifaði eitt
afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á. Svo skrifaði hún
minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni. Svo fór hún að þvo
sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér. Pabbin hropaði
úr stofunni; ég hélt að þú værir að fara að sofa. Já sagði hún og
hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út. Gekk úr skugga um að
dyrnar væru læstar. Loks kíkti hún á
börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi
sínu stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn,
tók rúmteppið af rúminu. Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann. Á sama tíma slökti
pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú fer ég að sofa - og það
gerði hann. PS. Svo eru kallarnir hissa að við sofnum strax þegar við sjáum koddann okkar. Skrifað af SigrJoh Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 158 Flettingar í gær: 62 Gestir í gær: 16 Samtals flettingar: 250379 Samtals gestir: 28623 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:35:17 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is