Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

20.09.2008 14:14

Tvær góðar sögur

Í tengslum við umgengni heimilisfólksins.

 

Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu gjörs amlega á hvolfi í húsinu..
Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með neastisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina.
Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..
Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.
Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.
Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.
Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf..
brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .
Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit að konu sinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir.
Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum að lesa smásögu.
Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.
Hann leit á hana ringlaðurog spurði, "Hvað skeði hér í dag?"
Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:
"Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi eiginlega verið að gera í allan dag?"
"Já" segir hann tortrygginn.
Hún svarart. "Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!"

 

 

Mín kona líkist ekki mömmu.

Það er ekki neitt til í því að ég hafi valið konu, sem líkist mömmu. Svo ég byrji á byrjuninni þá hirti mamma alltaf upp sokka, skyrtur og annað, sem ég henti frá mér og það gerði hún samdægurs. Mín kona hirti þetta ekki upp fyrr en hálfu ári eftir að við fórum að búa saman, en þá var sumt næstum því gróið við gólfið.

Matur var alltaf hjá mömmu á föstum tímum, en það kom líka fyrir í fyrstu að mín kona var enn að vinna klukkan 7 og hafði ekki gert neinar ráðstafanir. Eftir að ég gerði henni grein fyrir því hvað ég væri illa haldinn, þá mátti hún eiga það að nú eru alltaf til 1944 réttir í ísskápnum. Eini gallinn er sá að ég veit ekki hvað á að láta þá vera lengi í örbylgjuofninum og er því alltaf glorhun-graður, þegar hún kemur heim.

Segið svo að maður velji sér konu, sem líkist móður manns.


Flettingar í dag: 1410
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250818
Samtals gestir: 28639
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar