Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

19.05.2008 23:42

Orlofsferðinni lokið

Allar komust heilar heim úr orlofsferðinni að því að ég best veit og var þetta hin besta skemmtun.
Birna Þórðardóttir var fylgdarmær okkar í Reykjavík og hafði hún frá mörgu að segja og var líka bráðskemmtileg.

Á föstudagskvöldið borðuðum við í Iðnó og Guðrún Ásmundsdóttir skemmti okkur svo og hafði ungan mann með sér til að leika á píanóið en ég man ekki hvað hann heitir.

Á laugardag örkuðum við af stað með Birnu kl. 10 og vorum undir hennar leiðsögn í miðbænum fram undir kl. 17 og komum við á nokkrum vel völdum stöðum svo sem í galleríum og hjá hönnuðum og listamönnum.

Um kvöldið fórum við á Kaffi Reykjavík og komum við á Ísbarnum (sem er alveg ekta ísbar eins og sjá má á myndunum) áður en við borðuðum kvöldverð þar.

Setti inn nokkrar vel valdar myndir úr þessari orlofsferð húsmæðra í Eyjafirði.

Flettingar í dag: 2146
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1674
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 588859
Samtals gestir: 40098
Tölur uppfærðar: 4.11.2025 09:14:24

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar