30.04.2008 10:45
Fórum á Kirkjubæjarklaustur miðvikudaginn 23. apríl, þar sem Ása systir mín og fjölskylda hennar býr, til að vera á sumardaginn fyrsta við fermingu Herdísar Lindar Jónsdóttur og við skírn litla bróður hennar Gunnars Vals Sigurðarsonar.
Setti inn myndir frá því ferðalagi.
Í bakaleiðinni á föstudag komum við við í Njarðvík hjá Ingu og Inga fengum gistingu þar og þegar heim var komið um kl. 10:30 á laugardagskvöld þá höfðum við ekið tæplega 1500 km.
Fúsi skutlaði mér svo að Leifstöðum sem er hér stutt frá og þar hitti ég hluta af þeim sem útskrifuðust með mér frá Laugaskóla 1973.
Setti inn nokkrar myndir af þeim sem mættir voru.
Nokkrir makar fylgdu með og var gaman að sjá þá.