Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

20.04.2008 23:00

Jón Klaufi

Fórum í 60 ára afmæli í gær.

Jón Klaufi hennar Snjólaugar Kóngsdóttur hélt upp á 60 ára afmælið sitt í Rimum í Svarfaðardal í gærkvöld.

Við skelltum okkur þangað og áttum góða kvöldstund.
Gaman að hitta fólkið að sunnan og líka héðan að norðan því að við förum ákaflega sjaldan í heimsóknir og hingað koma fáir nema þeir séu sérstaklega boðnir.
En þannig er nú heimurinn í dag.

Í það fyrsta var sólin í stuði á leiðinni þangað.
Ekki gott fyrir bílstjórann en farþeginn (ég) naut þess að horfa á fjöllin og af því að þau eru hvít ennþá, þá sá ég þau í nýju ljósi og naut þess að horfa á alla gilskorningana, fjallstoppana og aðrar ójöfnur í þessum fallegu fjöllum sem eru á þessari leið frá Eyjafjarðarsveit og í Svarfaðardalinn.
Ég sé svolítið eftir því að hafa ekki beðið Fúsa að stoppa oftar og taka fleiri myndir á leiðinni.
Tók þó myndir af Kaldbak og Múlanum og nágrennið fylgdi með.
Gott ef sést ekki aðeins í Vaðlaheiðina þar sem ég bý.
Á heimleiðinni var tunglið fullt og birtist okkur hvar sem fjöllin náðu ekki að hylja það.
Ég held bara að það hafi verið á undan okkur heim.

Set inn nokkrar myndir frá þessu kvöldi.

Flettingar í dag: 426
Gestir í dag: 71
Flettingar í gær: 720
Gestir í gær: 168
Samtals flettingar: 309504
Samtals gestir: 30514
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 06:46:25

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar