TVÍBURARNIR
21. maí - 21. júní
Óþolinmótt eftir að hefja leikinn er líklegt að tvíburabarnið hafi sparkað
duglega í móðurkviði. Tvíburabörn eru líkleg til að byrja snemma að tala og þau
segja sína skoðun frá byrjun. Þau eru mjög forvitin í eðli sínu og þurfa því
alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Þau eiga mjög erfitt með að sitja kyrr og
eiga mjög erfitt með að þegja. Athyglin beinist stöðugt að nýjum viðfangsefnum
en áhuginn hverfur oft mjög fljótt. Tvíburarnir þurfa mikla örvun og hyggilegt
er að leikföng þeirra séu margvísleg og vitsmunalega þroskandi, svo sem
púsluspil og þrautir af ýmsu tagi. Því fyrr sem tvíburabarnið kemst í hóp
annarra barna því betra því tvíburarnir elska félagslíf enda hafa þeir mikla
samskiptahæfileika. Líf og fjör er tvíburum að skapi. Yfirleitt er tvíburinn
bráðþroska vitsmunalega og því nauðsynlegt að sinna þessum þætti í uppeldinu
með því að reyna að svara t.d. spurningum hans (þær eru reyndar oft ansi
margar) og ræða við hann. Litlir tvíburar eru oft stríðnir og hrekkjóttir en
það ber ekki að taka of alvarlega því yfirleitt er meiningin ekki slæm. Hann
grípur oft til prakkarastrika til að hrista upp í umhverfinu því hann hefur
ríka þörf fyrir tilbreytingu.
Barn í tvíburamerkinu er snöggt í hreyfingum eins og svipu sé veifað, þó svo að
flestar hreyfingar séu uppávið. Þetta barn er alltaf á leiðinni upp á eitthvað.
Talandi um orku og virkni! Þetta barn fer létt með að gera 3 hluti í einu og er
líklegt til að gera þá alla vel. Hægt er að segja um barn í tvíburamerkinu að
það sé mjög klókt og komi sífellt á óvart. Það er einnig ósvífið og gæti komið
heim með kettling með slaufu um hálsinn (sem það fann) og fært mömmu sinni að
?gjöf?. Sætt, ekki satt? Það sem þessu barni leiðist er að hafa ekkert að gera,
svo vertu viss um að stundatafla þess sé alveg þétt skipuð (íþróttir, klúbbar,
útivist o.s.frv.) Vegna þess hve barnið er upptekið og hefur margt fyrir stafni
þá eignast það marga vini. Tvíburanum líkar að vera trúðurinn í bekknum og
gerir í því að gretta sig og segja brandara. Tvíburinn er fyndinn og býr yfir
góðum húmor. Hugur hans ferðast á ógnarhraða og auðvelt að örva. Vertu viss um
að hann hafi alltaf nóg að lesa. Fyrir utan lestur þá hefur barn í
tvíburamerkinu einnig mikla unun af því að tala, segja brandara og taka þátt í
íþróttum, og það vill gera þetta allt núna strax. Þegar þú reynir að sjá fyrir
þér barn í tvíburamerkinu þá skaltu hugsa um Línu Langsokk. Hallaðu þér aftur,
dragðu andann djúpt og taktu þátt í fjörinu.
Setti þetta inn því þetta er mitt merki og nokkurra annara í fjölskyldunni svo sem Ásu systir, Einars sonar míns og Evu barnabarns míns, Regínu Óskar, Vigfúsar og Vals, svo og nokkurra fleiri.