Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

18.02.2008 00:10

Flottur ferðavinningur!

Var aldeilis heppin í gær!!

Fékk hringingu frá ferðaskrifstofu í gær og karlmannsrödd tjáði mér á ensku að ég hefði unnið ferð fyrir 4 til Flórída.
Og ekki nóg með það, ég á líka að fara á skemmtiferðaskipi til Bahamaeyja!

Aldeilis flott það. Eftir að hafa talað við manninn í dágóða stund á ensku þá náði ég því að þetta væri nú aldeilis góður vinningur að verðmæti um 3000 dollara. Enskan mín er ekki eins góð því að ég þurfti nokkrum sinnum að biðja hann að endurtaka það sem hann var að segja því að ég náði því ekki alltaf. 
Og ég var ekki nógu spennt fyrir þessu!   Vinningurinn er bara fyrir þá sem hrópa húrra, eða þannig.

Hann var með netfangið mitt, nafn og heimilisfang og ég átti að hafa skráð mig á netinu hjá ferðaskrifstofu og var dregin út og fékk þennan flotta vinning.

Aðeins einn hængur var á. Ég þurfti að gefa þeim upp kortanúmerið mitt svo að þeir gætu tekið út 998 dollara eða að þeirra sögn aðeins15% af kostnaði við ferðina s.s. skatt og eitthvað fleira.

Ég gat nú ekki skilið af hverju ég þyrfti nauðsynlega að gefa upp kortanúmerið í símann strax, en jú það var vegna þess að þeir ætluðu að póstleggja farseðilinn samdægurs þó svo að ég ætti að hafa 18 mánuði til að ákveða hvenær ég færi.

Ég sættist ekki á það og mér var sagt að fara í tölvuna og slá inn veffangi sem væri heimasíðan á ferðaskrifstofunni þeirra. Ég gerði það en fékk enga síðu upp honum til mikillar undrunar??

Ég sagði honum að hann yrði bara að senda mér tölvupóst með þessum upplýsingum því ég væri ekki viss um að ég skildi þetta alveg og hann jánkaði því og lagði frekar snöggt á.

Engan hef ég fengið tölvupóstinn ennþá.            Aumingja mennirnir.    
Að þurfa að borga fyrir hálftíma utanlandssímtal og ekki getað  fengið upp kortanúmerið mitt!!

Ágúst Örn bauð okkur í kaffi í tilefni af 6 ára afmælinu sínu þann 19. febrúar og ég tók nokkrar myndir og setti á síðuna.
Flettingar í dag: 1410
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 62
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 250818
Samtals gestir: 28639
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:56:19

Nafn:

Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir

Afmælisdagur:

14. júní

Staðsetning:

Eyjafjörður

Faðir:

Þorsteinn Marinósson

Móðir:

Fjóla Kristín Jóhannsdóttir

Um:

Velkomin á síðuna mína.

Eldra efni

Tenglar