Sigrún Jóhanna Þorsteinsdóttir |
|
30.11.2007 22:47KaupmannahöfnFórum til Kaupmannahafnar með starfsmannafélagi Sandblásturs og Málmhúðunar 8. - 11.(12.) nóvember 2007. Fín ferð og stóðst að miklu leiti. Þ.e.a.s. lögðum bara einum klukkutíma of seint af stað vegna þess að flugvél Iceland Express var ekki lent í Keflavík þegar við áttum að fara af stað frá Akureyri. En hvað um það, "Fríhöfnin og barinn" opinn. Í Kaupmannahöfn var ágætt að vera og héldum við skemmtilega árshátíð að vanda, að þessu sinni í gömlu klaustri. Á sunnudaginn ( daginn eftir árshátíð ) þurftum við að losa hótelherbergin kl. 12 á hádegi, en fórum ekki út á flugvöll fyrr en kl. 17:30 og voru margir ansi framlágir á þessum tíma (þar á meðal ég sem hefði gjarnan þegið að sofa lengur en til kl. 10:00 að ísl. tíma) og dagurinn fór að mestu í það að bíða eftir flugi heim og ekki margar búðir opnar á þessum sunnudegi. Magga og Gunni bentu okkur á að það væri fallegt svæði stutt frá hótelinu sem væri áhugavert að skoða og eru nokkrar myndir á síðunni úr þeirri göngu. Heimferðin, þ.a.s.beina flugið, átti að vera í lagi og lending áætluð um kl. 23 að ísl. tíma. Stuttu fyrir þann tíma þá tilkynnir flugstjórinn að því miður þá sé ekki hægt að lenda á Akureyri og verði því lent á Egilsstöðum. Viðbrögðin voru allt frá því að vera algjör þögn og annars vegar klapp fyrir því frá nokkrum sem höfðu lýst því yfir fyrr um daginn að þeir vonuðust eftir því að það yrði ekki hægt að lenda á Akureyri, heldur yrði lent á Egilsstöðum. Ehemm. Þannig að það var lent á Egilsstöðum um kl 23:00, tollskoðað þar, töskurnar selfluttar í rútur á vegum Svenna (Ferðaskrifstofan Tanni) og ekið til Akureyrar (enginn Fríhöfn). U.þ.b. 4 klukkutímar auka og það að næturlagi. Við vorum komin heim og farin að sofa eftir kl. 4:00 aðfaranótt mánudags. Og einhverjir áttu að byrja að vinna kl. 6. á mánudagsmorgun. Skrifað af Sigrún Flettingar í dag: 844 Gestir í dag: 219 Flettingar í gær: 109 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 236040 Samtals gestir: 26697 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 14:01:47 |
Nafn: Sigrún Jóhanna ÞorsteinsdóttirTölvupóstfang: brunahlid8@hotmail.comAfmælisdagur: 14. júníStaðsetning: EyjafjörðurFaðir: Þorsteinn MarinóssonMóðir: Fjóla Kristín JóhannsdóttirUm: Velkomin á síðuna mína.Eldra efni
Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is